Logo Image Logo Image Logo Image
Velkomin til þátttöku í könnun fyrir sjúklinga í skilunarmeðferð og nýraþega!
 
Evrópusamtök nýrnasjúkra langar gjarnan að heyra skoðanir þínar á meðferðarúrræðum sem þú hefur nýtt þér eða standa þér til boða vegna lokastigsnýrnabilunar.
 
Markmið könnunarinnar er að draga lærdóm af reynslu þinni af því að velja skilunarmeðferð eða ígræðslu nýra.
 
Við erum rannsakendur við AMC-sjúkrahúsið í Amsterdam og könnunin er hluti af stóru evrópsku rannsóknarverkefni (EDITH) (http://edith-project.eu/). Evrópusambandið berst fyrir jöfnu aðgengi að ólíkum meðferðarúrræðum fyrir alla evrópska sjúklinga með lokastigsnýrnabilun. Niðurstöður könnunarinnar munu hjálpa við að öðlast skilning á núverandi stöðu mála í því skyni að bæta gæði þjónustu.
 
Mikilvægar upplýsingar:
Könnunin er nafnlaus og tekur 10-15 mínútur að ljúka við hana.  
Ekki hika við að senda hlekk könnunarinnar á aðra sjúklinga sem hafa gengist undir skilunarmeðferð eða ígræðslu nýra.

 
Ýtið á “Næsta” til að hefja könnunina.

Kærar þakkir fyrir þátttökuna!
 
Vinsamlegast hafið samband við Rianne de Jong við AMC- sjúkrahúsið í Amsterdam ef þið hafið frekari spurningar: edith@amc.uva.nl